skip to Main Content

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú…

lesa meira

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar…

lesa meira

TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016

Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og í upphafi alnæmisfaraldursins. Og ég er að spá í svona hversu sýnilega eða já hvað er verið að gera í raun og veru í dag? Það er ekki búið að…

lesa meira

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR

Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt samkynhneigt fólk í sviðsljósið, beindi ákveðnu kastljósi að okkur. Það varð líka jákvætt á svo margan hátt að allt í einu fór fólk að hafa áhuga á lífi okkar og…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

ÞYRSTIR AÐ VITA MEIRA UM KYNLÍF SAMKYNHNEIGÐRA

Fólk þyrstir svo óskaplega í upplýsingar um kynlíf samkynhneigðra. Það var, og það er, í rauninni það fyrsta sem gagnkynhneigt fólk fókuserar á þegar umræðan beinist að samkynhneigðu fólki - kynlífið þeirra. Þannig að ég hugsaði: Ókei ef þau vilja fá svona rosalegar upplýsingar um kynlíf og aftur kynlíf þá…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira
Back To Top