skip to Main Content

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira

ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI

Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég kom úr felum í Kaupmannahöfn bárust fyrstu fréttir um svokallað „hommakrabbamein“ í Los Angeles og San Francisco,  síðar í New York og við töldum víst að þetta væru enn einar…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

TÓK ALMENNILEGA AF SKARIÐ

Ég vissi það að ef ég kæmi úr felum gagnvart litlum hópi manna á Íslandi þá myndi það fljótt spyrjast út. Þjóð veit þá þrír vita svo ég ákvað bara að taka almennilega af skarið og gera þetta opinberlega. Það gerði ég í gegnum Samtökin '78, ég blandaði mér í…

lesa meira

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira

FYRIRRENNARI MSC

Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til skammar að þetta skuli ekki vera til. Og svo gerðum við þetta, fórum bara að hlusta á: Hvað eigiði við? Hvað er þetta? Og ég var að átta mig á,…

lesa meira

ÚR FELUM

Það er eitt sem mér dettur í hug en það er um þessa staðalímynd af lesbíu. Þegar þú spyrð um þetta -  þegar ég ákvað að koma úr felum … ég bara gat ekki meir. Leikritið var búið að ganga of lengi og það var bara tímabært að ganga fram…

lesa meira

MISSTU AF FÉLAGSSKAP LESBÍA OG HOMMA

Samtökin … auðvitað hafði maður kannski heyrt þetta en þetta var ekkert sem hafði gripið mann því á þessum sama tíma '78 þá er ég fréttamaður hjá útvarpinu. Kannski hef ég skrifað frétt um stofnun samtakanna því að mig rámar í það að einhvern tímann skrifaði ég einhverja frétt um…

lesa meira
Back To Top