skip to Main Content

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

ÁBYRGÐINNI KOMIÐ Á SAMTÖKIN

Það var alltaf verið að ýta ábyrgðinni á Samtökin ‘78. Segja þið verðið bara að sjá um þetta, þetta er bara ykkar hópur. Þú veist - Samtökin með sína 75 meðlimi og sex manneskjur í stjórn sko gátu engan veginn borið ábyrgð á þessu sem að var risastórt heilbrigðisvandamál um…

lesa meira

UNGUR FORMAÐUR

[...] Ég var náttúrulega formaður og varaformaður og sat alltaf í stjórnum eða var einhverstaðar. Var til dæmis líka í fræðslunni, ég gleymdi nú að nefna hana líka áðan, að fara í skólana og fræða. Við byrjuðum nú fljótlega á því. [...] En ég var líka í því sko að…

lesa meira

ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA

Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi] var að þegar þetta var að koma upp, þá fór ég í alnæmispróf, bara með fyrstu mönnum, og talaði í framhaldi af því við Helga Valdimarsson prófessor í ónæmisfræðum. Hann var þá með þessi próf…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

OPINBER UMRÆÐA

Auðvitað mætti ég. Ég tók alltaf slaginn. Það var valið. Alltaf að taka slaginn. Alltaf að svara. Og á þeim tíma var það mikilvægt og það virkaði. En það var líka, umræður, þetta opnaði allt á umræður hér og þar í fjölmiðlum og við vorum mjög áberandi. Bæði í blöðum,…

lesa meira

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira

SKÆRULIÐAR UPPI Í ESJU

Það vantaði ekki, það var sama við hvern maður talaði, því var alltaf tekið ægilega vel. Þangað til að farið var að ræða þessi mál og hvernig ætti að koma þessum forvarnaráróðri til skila. Það var það eina sem hægt var að gera, það var engin lækning, skilurðu, þá kom…

lesa meira

KIRKJUNNI KENNT UM

Sem sagt, ef auglýsingar, fræðsluefni og áróður væri gert þannig úr garði að það höfðaði til samkynhneigðra þá mundi það leiða til þess að gagnkynhneigðir, karlmenn og konur, tækju það ekki til sín. Já sko andartak. Það er í fyrsta lagi hægt að gera þetta hvort tveggja og í öðru…

lesa meira
Back To Top