skip to Main Content

ÖLL BRENNUVARGAR

Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur í brunamálum til Íslands og hélt fyrirlestur á Brunamálastofnun. Fyrirlesarinn segir m.a. að pýrómanar, brennuvargar, séu oft kynferðislegir pervertar. Og það var greinilega samasemmerki, brennuvargar = sexuel pervertar = hommar…

lesa meira

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar…

lesa meira

TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016

Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og í upphafi alnæmisfaraldursins. Og ég er að spá í svona hversu sýnilega eða já hvað er verið að gera í raun og veru í dag? Það er ekki búið að…

lesa meira

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna…

lesa meira

ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM

Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra frumvarp ríkisstjórnarinnar [2005] að það myndi kosta átök. Þau urðu reyndar meiri og grimmari en ég bjóst við en þau skiptu mjög miklu máli tilfinningalega þessi átök því að þau…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR

Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt samkynhneigt fólk í sviðsljósið, beindi ákveðnu kastljósi að okkur. Það varð líka jákvætt á svo margan hátt að allt í einu fór fólk að hafa áhuga á lífi okkar og…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ

Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni. Ég kom þarna á opið hús. Maður hafði heyrt svona auglýsingar frá Samtökunum ‘78 og svona og heyrt alls konar sögur, að þetta væri eins og furðulegur sértrúarsöfnuður og eins…

lesa meira

STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE

Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH leigði Iðnó og Kolbrún Halldórs leikstýrði og það var algert kikk. Hver einasta sýning var alger sprenging og hún ómar eins og sprenging í hausnum á mér enn þann dag…

lesa meira

ÞYRSTIR AÐ VITA MEIRA UM KYNLÍF SAMKYNHNEIGÐRA

Fólk þyrstir svo óskaplega í upplýsingar um kynlíf samkynhneigðra. Það var, og það er, í rauninni það fyrsta sem gagnkynhneigt fólk fókuserar á þegar umræðan beinist að samkynhneigðu fólki - kynlífið þeirra. Þannig að ég hugsaði: Ókei ef þau vilja fá svona rosalegar upplýsingar um kynlíf og aftur kynlíf þá…

lesa meira
Back To Top