HEIMILDIR
Heimildirnar hér á síðunni urðu til á árunum 1992 – 2021 við upptökur á heimildasjónvarpsþáttunum Svona fólk (2019), heimildamyndinni Fjaðrafoki (2020) og öðrum verkefnum Krumma films eða Hrafnhildar Gunnarsdóttur sem tengjast sögu homma, lesbía og transfólks (Öldin hennar, Transplosive).
Uppskriftir [transcript] voru gerðar af flestum upptökum, sumum beint af rafrænum upptökum en öðrum eftir að búið var að taka þær í brotum inn í klippiforrit af digital spólum. Útskýrir það mismuninn á uppskriftunum enda voru uppskriftirnar í upphafi ekki hugsaðar fyrir augu annara en klippara og handritshöfunda. Síðar hefur verið leitast við að samræma þær fræðilegri vinnubrögðum.
Öll viðtölin hér eru birt með leyfi viðmælanda og skal vitnað í þau samkvæmt almennum reglum um heimildir. Þeim sem vilja nálgast kvikmyndað efni er bent á að hafa samband við Krumma films ehf. – info@krummafilms.com
Upphaflegu heimildirnar, upptökurnar, eru geymdar á Kvikmyndasafni Íslands.