Íbúð Guðna Baldurssonar og Helga Magnússonar, kærasta hans og síðar eiginmanns, á Flyðrugranda 4 var notuð fyrir fundi á meðan að Samtökin voru húsnæðislaus á árunum 1979-1980. Á þessum tíma fengu Samtökin ´78 sér síma og var hann tengdur heim til þeirra. Númerið var 27878 – síðar 527878 – og svo 552-7878 og svöruðu þeir félagar í auglýstum símatíma og oft utan hans flestum fyrirspurnum sem komu. Stundum var eitthvað um símaat og þá tóku þeir félagar símann úr sambandi.
MYNDBROT
VIÐTÖL
FYRSTU SKREFIN
Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa…