Guðrún Gísladóttir fæddist í Reykjavík 1954. Hún lét til sín taka í alnæmismálum, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Hún nam almenn og norræn málvísindi og stjórnmálafræði í Lundi, var formaður RFSL-Lund og starfaði í alnæmisnefnd heilbrigðisyfirvalda þar. Hún var seinna virk innan Samtakanna ’78, fyrst í varastjórn og seinna sem formaður 1990-1991. Lana Kolbrún tók svo við af henni. Hún var fulltrúi Samtakanna í Landsnefnd um alnæmisvarnir og fulltrúi í nefnd sem tók út stöðu samkynhneigðra á Íslandi, ásamt Guðna Baldurssyni. Guðrún býr í Danmörku, er ljósmyndari og starfar að auki fyrir European Artists’ Rights og European Civil Society Platform for Multilingualism.
RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND
Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man…
ÖLL BRENNUVARGAR
Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er…
HEILDSALI Á LÍNUNNI
Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu…