skip to Main Content
Guðrún Ögmundsdóttir 2006
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR

Guðrún Ögmundsdóttir (1950-2019) félagsráðgjafi og þingmaður var ötul baráttumanneskja fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún var borgarfulltrúi fyrir Kvennaframboðið,  sat á þingi  fyrir Samfylkingu og barðist eins og ljón fyrir réttindum þeirra sem þurftu á því að halda hvort sem það voru samkynhneigðir, konur, trans fólk eða fyrrverandi vistmenn barnaheimila ríkisins. Guðrún var sú sem lagði fram Bandorminn mikla árið 2006 en það frumvarp fól í sér miklar breytingar á réttarstöðu samkynhneigðra og jafnaði þar með næstum rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.

 

SÖGUBROT

GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR

Back To Top