skip to Main Content

DÝPRI GRÖF EN AÐ VERA KONA

Kvennabaráttan er mjög merkileg og hefur verið mjög merkileg fyrir samkynhneigða á Íslandi, á vissan hátt. Rauðsokkurnar og Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn tóku svolítið upp á arma sína baráttu samkynhneigðra af því að ég vil meina af því að þær urðu að gera það, af því að þær vildu ekki…

lesa meira

ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA

Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég held bara að það sé bara ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta andrúmsloft var. Og að horfa upp á vini sína deyja og veslast upp úr svona hræðilegum sjúkdóm…

lesa meira

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú…

lesa meira

ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM

Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra frumvarp ríkisstjórnarinnar [2005] að það myndi kosta átök. Þau urðu reyndar meiri og grimmari en ég bjóst við en þau skiptu mjög miklu máli tilfinningalega þessi átök því að þau…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

FURÐULEG AFSTAÐA KIRKJUNNAR

Ég hef fengið það svar frá klerki einhvern tímann þegar ég var í erindi á vegum kirkjunnar að benda á að við teldum að það væri verið að neita okkur um þjónustu — þá benti nú einn klerkurinn á þetta „en þið eruð nú jörðuð.“ Skírnin og ferming það er…

lesa meira

BÓKSTAFSTRÚARHÓPAR

Ég hef löngum sagt að við urðum vinsælt skotmark um tíma fyrir bókstafstrúarmenn, það er að segja fyrir hatursfulla hópa sem vilja finna sér óvin, því það er svo erfitt að sameina fólk um jákvæða hluti en það er svo auðvelt að sameina fólk í æsing og hita gegn einhverju.…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

KIRKJUNNI KENNT UM

Sem sagt, ef auglýsingar, fræðsluefni og áróður væri gert þannig úr garði að það höfðaði til samkynhneigðra þá mundi það leiða til þess að gagnkynhneigðir, karlmenn og konur, tækju það ekki til sín. Já sko andartak. Það er í fyrsta lagi hægt að gera þetta hvort tveggja og í öðru…

lesa meira
Back To Top