„Framvarðarsveitin í okkar baráttu voru dragdrottningarnar. Það voru þær sem stóðu hugrakkar, fremstar í baráttunni og voru barðar, var nauðgað, þær voru myrtar. Þetta er framvarðarsveitin, þetta er fólkið sem að var fremst á vígvellinum. Og ef við heiðrum þær ekki í Gleðigöngunni þá getum við gleymt þessu.”
„BDSM er langt frá því að vera tengt bleiku glimmeri. BDSM stereotýpan er miklu sterkari, miklu svartari, dimmari, grimmari, djöfullegri, en sko hún er jafn röng og hún er djöfulleg.”
„Nú fáum við að reyna það á eigin skinni svona í ljósi sögunnar að þegar ákveðin öfl komast til valda sem hafa horn í síðu minnihlutahópa eða finna þeim allt til foráttu að þá verður að vera til einhvers konar skipulagður sýnileiki fyrir minnihlutahópinn og þeir sem tilheyra hópnum verða að fá staðfestingu á því að þau eigi sér bakland. Að það sé fjöldi.”
„Ég veit mörg dæmi þess að karlmenn í felum birtust í göngunni í dragi og enginn vissi hvaða kona þetta var og við vissum það ekki og það eru fullt af konum sem ég sá alltaf í hverri göngu sem ég vissi að voru karlmenn en fyrir mitt litla líf myndi ég ekki þekkja þá ef ég sæi þá án dragsins og mættu reglulega í gönguna.”
„Þrátt fyrir smæð Íslands og þessa dæmigerðu viðmiðun Íslendinga að við erum svo og svo stór og best í heimi miðað við höfðatölu þá átti það bara alls ekkert við um þennan viðburð af því að við vorum bara stór hátíð burtséð frá höfðatölu. Fólk hafði bara aldrei heyrt um það að svona stór hluti þjóðar væru komnir á einn stað.”
„Það sem ég fæ út úr þessum dögum er að geta skemmt mér með samkynhneigðum vinum mínum og hommahækjunum og öllum þeim sem vilja vera með okkur en á þeim forsendum að þetta eru okkar dagar. Og ég held að það sé svona, það er mitt kikk út úr þessu. Þetta er svona okkar.”