Böðvar Björnsson er fæddur árið 1956. Árið 1979 var hann í hópi þeirra fyrstu sem gengu til liðs við mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi og hefur hlotið mannréttindaverðlaun Samtakanna ʼ78 fyrir framlag sitt. Um árabil var hann virkur í grasrótarstarfi félagsins og hefur ritað fjölmargar blaðagreinar um málefni samkynhneigðra. Þegar alnæmi barst til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar varð hann einn af forystumönnum félagsins í forvarnar- og fræðslustarfi sem embætti landlæknis launaði að hluta. Böðvar starfar nú sem meðferðarfulltrúi fyrir unglinga. Árið 1992 sendi hann frá sér ljóðabókina Dagbók Önnu Frík. Hann býr í Reykjavík með eiginmanni sínum, Sarukarn Janthasen.
UM TRIXIE
Trixie [Guðmundur Sveinbjörnsson] var einn af þessum mönnum sem ég leit mjög upp til. Ég…
MENN ÞURFA AÐ VERJA SITT SVÆÐI
Ég treysti ekki á óbreytt ástand. Það er ekkert sem heitir óbreytt ástand það er…
HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL
Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti…
BLINDUR Í HJÓLASTÓL AÐ SKEMMTA SÉR
Trixie var einn af þessum mönnum sem að ég leit mjög upp til og ég…
ANNA FRÍK
Árið ‘93 gaf ég út þessa bók; Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla…
ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA
Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi]…
ALNÆMISPLÁGAN
[...] Ótti og óhugnaður lagðist yfir hommasamfélagið. Það var svona kjarninn í þessu, hvað gerðist.…