skip to Main Content

ALNÆMISPLÁGAN

[…] Ótti og óhugnaður lagðist yfir hommasamfélagið. Það var svona kjarninn í þessu, hvað gerðist. Við, einhvernveginn, lifðum ekki lengur í sama samfélagi og aðrir, við bara við upplifðum plágu. […] Þetta var kannski 200 manna samfélag og 50 manns voru smitaðir. Þetta var okkar samfélag þannig að þetta var bara svipað og fólk upplifði plágurnar áður fyrr og svo var alltaf spurningin hver yrði næstur. Þetta var mjög óhugnanlegt þegar maður var að fá fréttir – þessi er orðinn veikur, þessi er orðinn veikur. Það var svona þessi ótti og þetta vonleysi og svartnætti sem lá yfir öllu.

Böðvar Björnsson, 2004

 

Back To Top