FYRIR 1970
Í kjölfar þéttbýlismyndunar á 19. öld myndaðist vettvangur fyrir fólk sem hrífst af eigin kyni að hópa sig saman í friði og mynda sameiginlega sjálfsmynd. Hóparnir fóru sums staðar á yfirborðið á 20. öld, sérstaklega upp úr seinni heimsstyrjöld, en á Íslandi gerðist það ekki fyrr en á áttunda áratugnum, m.a. vegna fámennis og vegna þess að þéttbýlismyndun var seinna á ferð hérlendis. Fram að því þurftu samkynhneigðir Íslendingar að flytja til erlendra stórborga í leit að samfélagi.
1924
Guðmundur Sigurjónsson Hofdal var dæmdur af Bæjarþingi Reykjavíkur í 8 mánaða betrunarhúsvinnu fyrir að hafa átt „holdlegt samræði við aðra karla“, brot á 178. grein hegningarlaganna. Þar með varð hann eini maðurinn til að hafa verið sakfelldur fyrir samkynhneigð fyrir íslenskum dómstólum. Guðmundi var veitt uppreisn æru með konungsbréfi 8. ágúst 1935, en orðspor hans beið þess aldrei bætur. Hann var frægur glímukappi og hafði meðal annars farið á Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands.
Guðmundur er þriðji frá vinstri
Halldór Laxness
1925
Halldór Laxness skrifar tímaritsgrein sem hann kallar „Af menningarástandi“. Þar segir hann að borg geti ekki kallað sig heimsborg nema þar finnist samkynhneigð, sem þótti afar ögrandi fullyrðing á þeim tíma.
Og þar sem menningin átti ekki neina fulltrúa á Íslandi frammeftir síðustu öld, fyrir utan hafnaríslendinga, en nokkra flakkara uppum sveitir og latínuskólaræfilinn á hrakhólum . . . þá hefur Reykjavík í skjótri svipan eignast hvaðeina sem heimsborg hentar, ekki aðeins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig fútboll og hómósexúalisma.
1940
Íslenskum hegningarlögum er breytt svo nú er ekki lengur ólöglegt að stunda samræði með einstaklingum af sama kyni. Hinsvegar þurfa báðir aðilar að vera orðnir átján ára og væri annar eldri, mátti dæma viðkomandi í allt að þriggja ára fangelsi. Þessi klausa í lögunum var um áratugabil notuð til að vekja ótta og hegna samkynhneigðum fyrir kynhneigð sína.
1949
Bókin Man ég þig löngum eftir Elías Mar kemur út. Hún er fyrsta íslenska skáldsagan þar sem aðalpersónan er samkynhneigð.
1950 -1970
Mikið af óhróðri um samkynhneigða var birtur í fjölmiðlum á sjötta og sjöunda áratugnum og sérstaklega í Mánudagsblaðinu. Þar er meðal annars skrifað:
“Merkir læknar hér hafa upplýst blaðið um það, að veikgeðja unglingar geti verðið ‘homosexuals’, ef þeirra er freistað …” og: „Kynvilla er löstur, sem hefur fylgt mannkyninu frá fornu fari og stundum verið útbreiddur“.
HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN
Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði…
ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA
Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að…
FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ
Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja…
ÖLLUM VAR HALDIÐ NIÐRI
Mér finnst stundum þegar verið er að tala um þessa hluti frá því áður fyrr, að þá er eins og…
FRAMANDLEGAR TILFINNINGAR
Sú tilhugsun um að það gætu aðrir haft svona tilfinningar líka, hún var bara ekki til. Þetta hlaut bara að…
HEIMAVISTIN Á LAUGARVATNI
Nú tíminn á Laugarvatni. Þarna erum við í heimavist þannig að þetta er nokkuð náið sambýli. Ég er þarna...flestir nemendur…
HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA
Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki…