skip to Main Content

HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA

Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki segja hommi. Það varð að segja kynvillingur. Ég byrja í fréttamennsku ‘74 eftir að hafa lokið náminu við háskólann. En þegar þú minnist á þetta, að konur og allt það búi saman, að nú þegar ég var í þessum kennaraskóla þá bjuggu á horninu á Amtmannsstíg og Þingholtsstræti tvær konur saman. Og það held ég að flestir hafi vitað að þetta voru sambýliskonur. Þetta voru ekki bara einhverjar sem leigðu saman en það var ekkert rætt og það var ekkert verið að, báðar voru þær sem einstaklingar mjög virtar. Og síðan dettur mér í hug í sambandi við þetta að hérna einu sinni var mér sagt, það var Ragnar Mikk sem sagði mér þetta, í Hveragerði, það voru oft sögur um vinnukonur. Karlinn hefði haldið við vinnukonuna. En þetta var ekki alltaf svona. Í Hveragerði þá var vinnukonan búin að vera þar í húsi næstum því frá upphafi hjónabandsins en það var húsfreyjan sem hélt við vinnukonuna. Þannig að lífið er svolítill leikur og leikurinn snýst um að láta ekki ná sér. Þessi saga úr Hveragerði reyndar hún er mér sögð ekki fyrir mörgum árum síðan en á þessum tíma ef þú ferð 50 ár aftur í tímann þá var talað um ákveðna menn hér í Reykjavík sem væru hommar. Já, og menn sem unnu í bankanum, rakara eða leikara. Svo ég nefni engin nöfn. Ég þarf þess ekki.

Back To Top