Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fædd árið 1954. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1979, var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982–1988 og síðar 1994–2006. Hún var borgarstjóri Reykvíkinga 1994–2003 og alþingismaður 1991–1994 og 2005–2009, tvö síðustu árin utanríkisráðherra. Á árunum 2017–2020 stýrði hún Lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE. Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki sem samþykkt var á Alþingi 1992 og gat af sér skýrslu um réttarstöðu samkynhneigðra 1994. Þingsályktunartillagan markaði tímamót í löggjafarbaráttu samkynhneigðra því þar viðurkenndi löggjafarvaldið í fyrsta sinn að lesbíur og hommar á Íslandi ættu í höggi við misrétti og kúgun.
URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU
Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá…
ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI
Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986…
LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI
Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og…
KVENNAHREYFINGIN ALDREI ANDSNÚIN SAMKYNHNEIGÐUM
Kvennahreyfingin var aldrei andsnúin hreyfingu samkynhneigðra. Ég varð aldrei vör við það í umræðu innan…
ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA
Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver…