skip to Main Content

URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU

Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við bakið á réttindabaráttu homma og lesbía og það sem að við gerðum meðal annars var að við boðuðum til fundar um þeirra mál. Og þá auglýstum við þann fund í útvarpinu og það var í fyrsta skipti sem að þessi orð – hommi og lesbía, komu fyrir í auglýsingatíma Ríkisútvarpsins. Því fram að þeim tíma hafði útvarpið neitað því. Þetta hafði verið bannorð í þeirra auglýsingum. En þeir bara gátu ekki með nokkru móti bannað stjórnmálasamtökum að auglýsa til fundar þar sem þau ætluðu að ræða þessi mál. Það hefði verið eins og hver önnur ritskoðun og menn hefðu bara verið að kæfa lýðræðið ef þeir hefðu neitað því þannig að þetta komst í gegn í auglýsingatíma útvarpsins og það fannst mér vera…mér fannst það vera óskaplega merkilegur áfangi þegar þetta hljómaði allt í einu þularröddu í ríkisútvarpinu. Hommar og lesbíur munið fundinn á tilteknum stað á tilteknum tíma og eftir það var búið að opna þetta. Ísinn var brotinn.

Úr viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, 2002

Back To Top