skip to Main Content

HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði ég aldrei heyrt orðið lesbía eða samkynhneigður eða varla hommi heldur. Þetta var algerlega framandi heimur sem var ekki til á þessum stað. Þannig að ég var skotin í strákum…

lesa meira

ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA

Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að stærstum hluta til íslenskir námsmenn en þarna var líka talsverður fjöldi af fólki sem hafði hreinlega flúið frá Íslandi vegna sinnar kynhneigðar. Þetta voru samkynhneigðar konur og karlar sem að…

lesa meira

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið…

lesa meira

ÖLLUM VAR HALDIÐ NIÐRI

Mér finnst stundum þegar verið er að tala um þessa hluti frá því áður fyrr, að þá er eins og fólk haldi að þetta hafi bara verið allt bara verið afskaplega huggulegt og notalegt nema það að það hafi verið fullt af vondu straight fólki sem hafi haldið gay-liðinu niðri.…

lesa meira

FRAMANDLEGAR TILFINNINGAR

Sú tilhugsun um að það gætu aðrir haft svona tilfinningar líka, hún var bara ekki til. Þetta hlaut bara að vera eitthvað algerlega einstakt. Þetta var bara alveg eitthvað, eitthvað svona bull. Eitthvað ruglerí. Og ég held að það hafi alveg verið fram á tvítugsaldur sem manni fannst þetta vera…

lesa meira

HEIMAVISTIN Á LAUGARVATNI

Nú tíminn á Laugarvatni. Þarna erum við í heimavist þannig að þetta er nokkuð náið sambýli. Ég er þarna...flestir nemendur eru þarna með gagnfræðapróf eða landspróf já eða verslunarskólapróf, ég er hins vegar búin með kennaraskólann þannig að aftur er ég kannski litin hornauga, að ég sko líti svo stórt…

lesa meira

HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA

Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki segja hommi. Það varð að segja kynvillingur. Ég byrja í fréttamennsku ‘74 eftir að hafa lokið náminu við háskólann. En þegar þú minnist á þetta, að konur og allt það…

lesa meira
Back To Top