skip to Main Content

EYRU YFIRVALDA

Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt. Þetta varðaði í raun og veru bara þjóðarhag og þjóðaröryggi að ná samtali við þennan minnihlutahóp og hommar voru mjög margir í felum og það varð einhvern veginn að koma…

lesa meira

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira

FRAMANDLEGAR TILFINNINGAR

Sú tilhugsun um að það gætu aðrir haft svona tilfinningar líka, hún var bara ekki til. Þetta hlaut bara að vera eitthvað algerlega einstakt. Þetta var bara alveg eitthvað, eitthvað svona bull. Eitthvað ruglerí. Og ég held að það hafi alveg verið fram á tvítugsaldur sem manni fannst þetta vera…

lesa meira

HEIMILISLÍF

Heimilið var að því leyti til afslappað. Það var enginn húsbóndi. Það truflaði ekki og það var dálítið um það að kunningjar okkar og jafnvel nemendur kæmu í heimsókn til okkar kannski til að létta á hjarta sínu, ekki beint til að sækja ráð en þó kannski. Við náttúrulega höfum…

lesa meira

HEIMAVISTIN Á LAUGARVATNI

Nú tíminn á Laugarvatni. Þarna erum við í heimavist þannig að þetta er nokkuð náið sambýli. Ég er þarna...flestir nemendur eru þarna með gagnfræðapróf eða landspróf já eða verslunarskólapróf, ég er hins vegar búin með kennaraskólann þannig að aftur er ég kannski litin hornauga, að ég sko líti svo stórt…

lesa meira

HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA

Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki segja hommi. Það varð að segja kynvillingur. Ég byrja í fréttamennsku ‘74 eftir að hafa lokið náminu við háskólann. En þegar þú minnist á þetta, að konur og allt það…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top