skip to Main Content

UM OKKUR

Margir hafa komið að verkefninu á þessum árum frá því að fyrsta viðtalið var tekið. En núna í síðasta átakinu voru það Halla Kristín Einarsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem báru hitann og þungann af því að koma verkefninu í endanlegt horf.

hrabbacrop

Hrafnhildur Gunnarsdóttir er leikstjóri og framleiðandi með víðtæka reynslu en verk hennar tengjast gjarnan annað hvort mannréttindabaráttu eða matargerð. Hún var formaður Samtakanna ’78 frá 2005 – 2007.

480973_10150756454026369_320823514_n

Halla Kristín Einarsdóttir er kvikmyndagerðarmaður sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir heimildamyndir sínar um kvennabaráttuna á Íslandi. Hún byrjaði fyrst að vinna við Svona fólk árið 2004.

Palli_RrockyH_MoulinR

Páll Óskar Hjálmtýsson lagði línurnar fyrir drag og kynusla á tíunda áratugnum og er í dag þekktur tónlistarmaður og allsherjar performer. Hann hefur komið víða við á ferli sínum, m.a. í Eurovision og nú sem einn bakhjarla Svona fólks.

UM OKKUR

Back To Top