skip to Main Content

FLYÐRUGRANDI 4

Íbúð Guðna Baldurssonar og Helga Magnússonar, kærasta hans og síðar eiginmanns, á Flyðrugranda 4 var notuð fyrir fundi á meðan að Samtökin voru húsnæðislaus á árunum 1979-1980. Á þessum tíma fengu Samtökin ´78 sér síma og var hann tengdur heim til þeirra. Númerið var 27878 – síðar 527878 – og svo 552-7878 og svöruðu þeir félagar í auglýstum símatíma og oft utan hans flestum fyrirspurnum sem komu. Stundum var eitthvað um símaat og þá tóku þeir félagar símann úr sambandi.

MYNDBROT

VIÐTÖL

MYNDIR

FLYÐRUGRANDI

Back To Top