1970 - 1979
Ungt fólk skilgreinir sig sem samkynhneigt á opinskáan hátt í fyrsta sinn á Íslandi. Í byrjun er mikið um neikvæð viðbrögð. Fyrstu félög samkynhneigðra á Íslandi eru stofnuð. Hommar eru meira áberandi á fyrstu árunum en fáar lesbíur eru sjáanlegar.
1970
1975
Hörður Torfason tónlistarmaður kemur úr skápnum á opinberum vettvangi, fyrstur Íslendinga, í viðtali við tímaritið Samúel. Í kjölfarið verður Hörður fyrir mikilli áreitni og hótunum. Að endingu, eftir að hafa borist líflátshótanir, sér Hörður sér ekki annað fært en að flytja úr landi.
Reynir, Guðmundur og Veturliði
Fréttatilkynningin sem send var á fjölmiðla
Umfjöllun Mánudagsblaðsins var að sjálfsögðu smekkleg
1976
Guðmundur Sveinbjörnsson (Trixie), Reynir Már Einarsson og Veturliði Guðnason stofna til óformlegs félagsskapar samkynhneigðra á Íslandi sem þeir nefna Iceland Hospitality.
Forsaga stofnunar félagsins var sú að Guðmundur hafði haft samband við mann í Bandaríkjunum, Bob Road, sem hafði gefið út „The Gay- Yellow Pages“ ytra. Bob sagði þeim hvað hefði t.d. verið gert í öðrum löndum þar sem samkynhneigðir væru kúgaðir og neyddust til að vera í felum, líkt og á Íslandi. Í Ísrael hafði til dæmis verið stofnaður félagsskapurinn Israel Hospitality, sem notaðist við pósthólf og auglýsti í gay-pressunni til að mynda tengsl milli fólks.
Að þeirri fyrirmynd varð Iceland Hospitality til. Félagarnir leigðu pósthólf og sendu tilkynningu á fjölmiðla, en komu annars ekki fram undir nafni. Iceland Hospitality starfaði í tvö ár, allt til stofnunar Samtakanna ’78.
Sagt var frá stofnun félagsins í Dagblaðinu
Iceland Hospitality var meðal annars stofnað til að auðvelda erlendum gestum að tengjast samkynhneigðum á Íslandi.
1978
Þann 2. maí 1978 voru Samtökin ’78 stofnuð. Guðni Baldursson var kjörinn fyrsti formaður samtakanna en nafnið var myndað að fyrirmynd danskra samtaka samkynhneigðra, Forbundet af 1948. Stofnfundinn sátu tuttugu karlmenn. Samtökin leigðu sér pósthólf og var mikill metnaður lagður í pólitísk fréttabréf sem voru send á félagsmenn.
Fyrst um sinn hvíldi töluverð leynd yfir starfsemi samtakanna og fengu t.a.m. allir stjórnarmeðlimir félaganúmer sem fundargögn þeirra voru merkt með, til að tryggja að ef einhverjum gögnum væri lekið í fjölmiðla, væri auðvelt að rekja lekann.
Umfjöllun í Þjóðviljanum um Samtökin ’78
Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna ’78
Hér má sjá fundargögn frá félagsmanni númer 15
Auglýsing í Dagblaðinu
VIÐTÖL
EKKI OF NÁLÆGT HÚSASUNDUM
Maður passaði sig að fara ekki of nálægt húsasundum og öngstrætum í Reykjavík því maður vissi af því að það…
TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA
Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka…
VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN
Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum,…
NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR
Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök…
EIN Í SAMTÖKUNUM
Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina…
FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG
Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um…
LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI
Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski…
BRÉFUNUM VAR EKKI SVARAÐ
Iceland Hospitality skildist mér, var eitthvað sem ég kom aldrei nálægt en menn stóðu hér að, einhverju bréfahólfi og auglýst um…
STOFNUN SAMTAKANNA
Það var þarna um veturinn ‘78, þá hafði verið stofnað félag sem hét Iceland Hospitality sem ég vissi um en…
SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978
Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum.…
FYRIRRENNARI MSC
Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til…
HAFNAÐI ÖLLU HETERÓ
Það sem mér finnst merkilegt við þessa Kaupmannarhafnardvöl svona eftir á, er það hvað maður var eitthvern veginn rosalega innilokaður…
FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR
Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi…
FYRSTU FUNDIRNIR
Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu…
Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110, www.krummafilms.com