skip to Main Content

1970 - 1979

Ungt fólk skilgreinir sig sem samkynhneigt á opinskáan hátt í fyrsta sinn á Íslandi. Í byrjun er mikið um neikvæð viðbrögð. Fyrstu félög samkynhneigðra á Íslandi eru stofnuð. Hommar eru meira áberandi á fyrstu árunum en fáar lesbíur eru sjáanlegar.

1970

1970 kynvilla
kynvilla

1975

Hörður Torfason tónlistarmaður kemur úr skápnum á opinberum vettvangi, fyrstur Íslendinga, í viðtali við tímaritið Samúel. Í kjölfarið verður Hörður fyrir mikilli áreitni og hótunum. Að endingu, eftir að hafa borist líflátshótanir, sér Hörður sér ekki annað fært en að flytja úr landi. 

HT_Samuel
samuel_forsida
HT_Samuel2
party3_RM_Trixie_Veturlidi

Reynir, Guðmundur og Veturliði

SF_004

Fréttatilkynningin sem send var á fjölmiðla

SF_001
manudagsbladid4

Umfjöllun Mánudagsblaðsins var að sjálfsögðu smekkleg

1976

Guðmundur Sveinbjörnsson (Trixie), Reynir Már Einarsson og Veturliði Guðnason stofna til óformlegs félagsskapar samkynhneigðra á Íslandi sem þeir nefna Iceland Hospitality.

Forsaga stofnunar félagsins var sú að Guðmundur hafði haft samband við mann í Bandaríkjunum, Bob Road, sem hafði gefið út „The Gay- Yellow Pages“ ytra. Bob sagði þeim hvað hefði t.d. verið gert í öðrum löndum þar sem samkynhneigðir væru kúgaðir og neyddust til að vera í felum, líkt og á Íslandi. Í Ísrael hafði til dæmis verið stofnaður félagsskapurinn Israel Hospitality, sem notaðist við pósthólf og auglýsti í gay-pressunni til að mynda tengsl milli fólks.

Að þeirri fyrirmynd varð Iceland Hospitality til. Félagarnir leigðu pósthólf og sendu tilkynningu á fjölmiðla, en komu annars ekki fram undir nafni. Iceland Hospitality starfaði í tvö ár, allt til stofnunar Samtakanna ’78.

Screen Shot 2017-07-21 at 15.03.32

Sagt var frá stofnun félagsins í Dagblaðinu

SF_004_0001

Iceland Hospitality var meðal annars stofnað til að auðvelda erlendum gestum að tengjast samkynhneigðum á Íslandi. 

1978

Þann 2. maí 1978 voru Samtökin ’78 stofnuð. Guðni Baldursson var kjörinn fyrsti formaður samtakanna en nafnið var myndað að fyrirmynd danskra samtaka samkynhneigðra, Forbundet af 1948. Stofnfundinn sátu tuttugu karlmenn. Samtökin leigðu sér pósthólf og var mikill metnaður lagður í pólitísk fréttabréf sem voru send á félagsmenn.

Fyrst um sinn hvíldi töluverð leynd yfir starfsemi samtakanna og fengu t.a.m. allir stjórnarmeðlimir félaganúmer sem fundargögn þeirra voru merkt með, til að tryggja að ef einhverjum gögnum væri lekið í fjölmiðla, væri auðvelt að rekja lekann.

samtokin78

Umfjöllun í Þjóðviljanum um Samtökin ’78

Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna ’78

SF_015

Hér má sjá fundargögn frá félagsmanni númer 15

Screen Shot 2017-07-21 at 15.54.12

Auglýsing í Dagblaðinu

VIÐTÖL

Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110, www.krummafilms.com

1970 – 1979

Back To Top