skip to Main Content

TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA

Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka í þessum skóla sem var verulega frábrugðin öðrum. Hún gekk niður frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og snjóboltarnir dundu frá nokkur hundruð nemendum sem öskruðu á eftir henni tvítóla. Það gekk sú saga á Akureyri að þetta væri bæði karl og kona. Já og hún leit vissulega mjög karlalega út og ég reyndi að ímynda mér gæti verið að ég væri svona og ég man að ég grandskoðaði mig sem unglingur í speglinum hvort að það vottaði fyrir hárvexti, hvort að röddin mín væri dimmri en eðlilegt gæti talist og svona en ég leit nú bara normal út, fékk brjóst og allt saman þannig að ég afturvegaði þann möguleika, þannig að þetta að ég væri öðruvísi það var þá bara þannig að ég var eitthvað tilfinningatæpari en aðrir, næði til að mynda ekki að verða ástfangin.

Margrét Pála Ólafsdóttir 1997

 

Back To Top