skip to Main Content

FYRIRRENNARI MSC

Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til skammar að þetta skuli ekki vera til. Og svo gerðum við þetta, fórum bara að hlusta á: Hvað eigiði við? Hvað er þetta?

Og ég var að átta mig á, þegar ég fór að athuga þessa hluti, að það hefur alltaf verið sagt að Iceland Hospitality hafi verið fyrirrennari Samtakanna, þetta hafi verið fyrsta dæmið og svo hafi Samtökin 78 vaxið upp úr því. Ég hélt þetta sjálfur en þetta er bara alls ekki rétt. Það er bara alrangt því að Samtökin byggja á allt annarri hugmyndafræði. Þau byggja á hugmyndafræðinni þar sem hlutunum er stjórnað ofan frá og fólkinu er sagt hvað það á að gera og hvernig hlutirnir eiga að vera. Iceland Hospitality byggðist meira á því að skapa einhvern vettvang og taka ekki meira en það sem þú sérð. Að búa ekki til einhverjar óþekktar stærðir sem eru skilgreindar á einhvern prósentvís; einhverju fólki útí bæ […].

Iceland Hospitality var miklu frekar fyrirennari MSC Íslands, leðurklúbbsins, því hann byggist á nákvæmlega samskonar hugsun, flötum strúktúr eiginlega. Það er ekkert gert nema menn séu sammála, það er þá frekar gert minna og það eru þá allir sammála um að gera það heldur en að hluti af félagsmönnum þurfi að kúga hina til fylgis við sig. Það hefur ekki tíðkast og tíðkast ekki enn þann dag í dag. Ef einhver er á móti hlutunum þá er það rætt við þann mann þangað til það er annaðhvort búið að sannfæra hann eða það er hætt við hlutinn. Bókstaflega. Raunverulega gerist það aldrei, [hlær] hinn er bara sannfærður, en það getur tekið tíma að tala þangað til allir eru orðnir sammála […] og þessi klúbbur fæst líka við þannig hluti að það er eiginlega ómögulegt að vera með fýlu. Það er eiginlega bara hægt að gera það sem er skemmtilegt.

Brot úr viðtali við Veturliða Guðnason, 2005

Back To Top