skip to Main Content

EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU

Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema bara til að kíkja upp á bókasafn og byrja að grúska. Af því að það mega þau eiga að þau hafa alltaf rekið ofsalega gott heilbrigt bókasafn með öllum þeim…

lesa meira

FÖGNUÐU SAMVISTARLÖGUM Á MIÐNÆTTI

Mér er minnisstæð athöfnin sem var um miðnættið daginn áður [en lögin um staðfesta samvist gengu í gegn 1996]. Þá stóðum við að því trúarhópurinn að halda messu í Fríkirkjunni og hún var haldin kl. hálftólf 26. [júní] þannig að þegar dagurinn 27. [júní] rann upp þá vorum við saman…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI

Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað til Kvennalistinn er stofnaður. Þetta [að vera lesbía] var algert tabú í þeirri hreyfingu, öfugt við það sem gerðist í sambærilegum hreyfingum, bæði austan hafs eða í Evrópu og Bandaríkjunum.…

lesa meira

EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI

Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og ákváðum að stofna okkar eigið félag og sækja um aðstöðu í kvennahúsinu Hótel Vík sem að var þá aðsetur fyrir Kvennaframboð, Kvennalistann og kvennasamtök og okkur fannst það bara mikilvægt…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira

ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU

Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég sé lesbía. Það var líka mikil opinberun fyrir mig að einhver ætlaði bara að fara úr þessum feluleik og þessum þykjustuleik og bara segja þetta og orða þetta. Og skömmu…

lesa meira

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira

HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði ég aldrei heyrt orðið lesbía eða samkynhneigður eða varla hommi heldur. Þetta var algerlega framandi heimur sem var ekki til á þessum stað. Þannig að ég var skotin í strákum…

lesa meira
Back To Top