skip to Main Content

ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI

Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986 sem Vilmundur Gylfason hafði verið með um að stuðla að. [...] Þá ákvað ég að taka upp þetta mál og leggja fram þingsályktun sem fæli það í sér að íslenska ríkið beitti sér í því…

lesa meira

URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU

Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við bakið á réttindabaráttu homma og lesbía og það sem að við gerðum meðal annars var að við boðuðum til fundar um þeirra mál. Og þá auglýstum við þann fund í…

lesa meira

ÍSLENDINGAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ MINNI FORDÓMA

Þetta íslenska samfélag, Íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn, þar þekktu allir alla og allir vissu deili hver á öðrum. Þetta voru að stærstum hluta til íslenskir námsmenn en þarna var líka talsverður fjöldi af fólki sem hafði hreinlega flúið frá Íslandi vegna sinnar kynhneigðar. Þetta voru samkynhneigðar konur og karlar sem að…

lesa meira

KVENNAHREYFINGIN ALDREI ANDSNÚIN SAMKYNHNEIGÐUM

Kvennahreyfingin var aldrei andsnúin hreyfingu samkynhneigðra. Ég varð aldrei vör við það í umræðu innan kvennahreyfingarinnar annað en að fólk þar skildi mjög vel þá mannréttindabaráttu sem fram fór af hreyfingu samkynhneigðra, svona almennt, auðvitað eru undantekningar frá öllu. Í rauninni var það fagnaðarefni að sú hreyfing skyldi stofnuð því…

lesa meira

LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI

Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski ákveðin hræðsla við þetta. Við urðum náttúrulega, þessar ungu róttæku kvenfrelsiskonur, við urðum fyrir heilmiklum fordómum í samfélaginu, þar sem m.a. vorum við gjarnan kallaðar lesbíur og var það gert…

lesa meira

BRÉFUNUM VAR EKKI SVARAÐ

Iceland Hospitality skildist mér, var eitthvað sem ég kom aldrei nálægt en menn stóðu hér að, einhverju bréfahólfi og auglýst um allan heim. En [þeir] svöruðu ekki bréfum fann ég út einn dag og ég, ég varð foxillur. [...] Til að hafa mig rólegan, þá var mér boðið, var ég boðaður á fund…

lesa meira

FYRSTU SKREFIN

Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa kytru, niðurgrafna, galtóm, engin húsgöng þar. Félagið var alveg tækjalaust og það gekk ekki að leigja þetta lengi. Þannig að við urðum aftur húsnæðislaus og það var opið hús hérna…

lesa meira

STOFNUN SAMTAKANNA

Það var þarna um veturinn ‘78, þá hafði verið stofnað félag sem hét Iceland Hospitality sem ég vissi um en tók engan þátt í. Og menn sem voru þar og fleiri menn sem höfðu margir búið til dæmis í Kaupmannahöfn og þekktu til félagsins þar. Þeir vildu fara að koma…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978

Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn. Það var nú gaman að fara á þessa staði og…

lesa meira

REIF SKÍRTEINIÐ SITT

Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á Íslandi yfir í Samtökin ‘78 - félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi, minnir mig það hafi verið. Og í forystu fyrir þessari tillögu var vinur minn og góður félagi af…

lesa meira
Back To Top