skip to Main Content

EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU

Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema bara til að kíkja upp á bókasafn og byrja að grúska. Af því að það mega þau eiga að þau hafa alltaf rekið ofsalega gott heilbrigt bókasafn með öllum þeim…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira

ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU

Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég sé lesbía. Það var líka mikil opinberun fyrir mig að einhver ætlaði bara að fara úr þessum feluleik og þessum þykjustuleik og bara segja þetta og orða þetta. Og skömmu…

lesa meira

BRÉFUNUM VAR EKKI SVARAÐ

Iceland Hospitality skildist mér, var eitthvað sem ég kom aldrei nálægt en menn stóðu hér að, einhverju bréfahólfi og auglýst um allan heim. En [þeir] svöruðu ekki bréfum fann ég út einn dag og ég, ég varð foxillur. [...] Til að hafa mig rólegan, þá var mér boðið, var ég boðaður á fund…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978

Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn. Það var nú gaman að fara á þessa staði og…

lesa meira

REIF SKÍRTEINIÐ SITT

Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á Íslandi yfir í Samtökin ‘78 - félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi, minnir mig það hafi verið. Og í forystu fyrir þessari tillögu var vinur minn og góður félagi af…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira
Back To Top