skip to Main Content

SENDUR TIL GEÐLÆKNIS

Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með HIV, hommi með HIV eða maður væri bara hommi eða bara lesbía að þá var sagt svona: „Vá þú átt svo góða foreldra þau bara taka þér þrátt fyrir þetta“.…

lesa meira

AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR

Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma vegna þess að það var ekki hægt að tala um þetta útávið. Hér voru aðstandendur að hittast eiginlega eins og einhver leynihópur og fólk sagði ekkert frá, þetta var algjört…

lesa meira

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór…

lesa meira

AÐ SEGJA FORELDRUM FRÁ

Nú ég sagði foreldrum mínum hins vegar ekki frá því að ég væri lesbía fyrr en ég var að skilja við fyrstu konuna mín. Faðir minn tók því svona, aldraður bóndinn, hann svona tók þessu vel en vildi lítið ræða þetta og ekki fyrr en alsíðustu ár viljað tala um…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top