skip to Main Content

SENDUR TIL GEÐLÆKNIS

Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með HIV, hommi með HIV eða maður væri bara hommi eða bara lesbía að þá var sagt svona: „Vá þú átt svo góða foreldra þau bara taka þér þrátt fyrir þetta“. Núna myndi enginn tala svoleiðis. Það bara er réttur okkar, fólks, að fá að vera eins og við erum. Við spyrjum ekki neinn að því og ef að fjölskyldan ekki tekur því að þá er hún í raun og veru bara mjög léleg. Það er ekki að maður þurfi að þakka henni fyrir að taka manni eins og maður er. En svona var talað og ég fór auðvitað til geðlæknis, sendur til geðlæknis eins og flestir hommar, þeir voru sendir á þeim árum til geðlækna og það átti að reyna að skoða þessi mál og svona.

 

Einar Þór Jónsson 2018

Back To Top