skip to Main Content

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú…

lesa meira

TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA

Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka í þessum skóla sem var verulega frábrugðin öðrum. Hún gekk niður frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og snjóboltarnir dundu frá nokkur hundruð nemendum sem öskruðu á eftir henni tvítóla. Það gekk…

lesa meira

PÓSTINUM VAR STOLIÐ

Ég lærði þá lexíu að það er þakkarvert að fá gluggapóst. Ég lenti nefnilega í því að fá ekkert í nær hálft ár. Ég fékk ekki bankarukkanir mínar, ég fékk ekki símareikningana mína, ég fékk engin persónuleg bréf, ég fékk ekkert af póstinum mínum frá Samtökunum ['78], tilkynningar um að…

lesa meira

FURÐULEG AFSTAÐA KIRKJUNNAR

Ég hef fengið það svar frá klerki einhvern tímann þegar ég var í erindi á vegum kirkjunnar að benda á að við teldum að það væri verið að neita okkur um þjónustu — þá benti nú einn klerkurinn á þetta „en þið eruð nú jörðuð.“ Skírnin og ferming það er…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór…

lesa meira

BÓKSTAFSTRÚARHÓPAR

Ég hef löngum sagt að við urðum vinsælt skotmark um tíma fyrir bókstafstrúarmenn, það er að segja fyrir hatursfulla hópa sem vilja finna sér óvin, því það er svo erfitt að sameina fólk um jákvæða hluti en það er svo auðvelt að sameina fólk í æsing og hita gegn einhverju.…

lesa meira

SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA

Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki í lagalegu tilliti né félagslegu eða menningarlegu. Við þetta búum við og ég segi stundum að mér finnst að Samtökin ‘78 séu á þessum vettvangi að vinna starf sem allt…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

FYRSTU DAGARNIR SEM FORMAÐUR SAMTAKANNA

Ég byrjaði á því að skúra niðri í húsi, ekki af því að það væri svo mikil þörf á því í sjálfu sér en það er best að byrja á smáverkunum. Ég byrjaði síðan á því að fara ofan í hvern einasta pappakassa og plastpoka sem ég fann, ég fann…

lesa meira
Back To Top