skip to Main Content

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað manns — svona nótt sem við hreinlega grétum saman. Lögin voru … miði heim. Allir samkynhneigðir, við höfum verið í útlegð — einhverjir segja sjálfskipaðri útlegð en það er ekki svo — við höfum ekki haft rétt, við höfum ekki haft viðurkenningu, við höfum ekki einu sinni lagaheimild til þess að lifa samkvæmt okkar tilfinningum við vorum eins og útlagar í eigin landi. Og hversu mjög hafði tekið á okkur skynjuðum við án efa þessa nótt þegar að lögin komu, því þau voru aðgöngumiði, þau voru miði heim sem sagði: þið eruð þegnar hins íslenska lýðveldis, ykkur ber réttur, ykkur ber jafnrétti á við aðra þegna eða langleiðina, gjörið svo vel. Þið megið vera til. Og við sem höfðum verið til þrátt fyrir allt og þrátt fyrir alla andstöðu, þrátt fyrir fordóma, þrátt fyrir réttleysi, þrátt fyrir hvað sem var, loksins fengum við að vera til „af því að“, ekki bara „þrátt fyrir að“ og það að snúa úr útlegð með þessa heimild ekki aðeins löggjafans, heldur einnig yfirlýsingar þjóðarinnar, gleymum því ekki.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top