skip to Main Content

ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA

Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég held bara að það sé bara ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta andrúmsloft var. Og að horfa upp á vini sína deyja og veslast upp úr svona hræðilegum sjúkdóm…

lesa meira

EIN Í SAMTÖKUNUM

Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina lesban þarna. Ég var eina lesban. Það var engin önnur lesba sem var með í þessum samtökum nema ég. Og nokkrir strákar. Því miður. Það hefði nú verið gaman ef…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira

EINS OG VÍGVÖLLUR

Í viðbót við sko náttúrulega þetta að manna sig upp í og harka af sér að fara og tala um þessi málefni við frekar skilningsvana fólk innan heilbrigðiskerfisins, þá náttúrulega bara stóðum við á miðju átakasvæðinu; hommarnir og lesbíurnar. Þetta var auðvitað bara eins og vígvöllur. Það er ekkert hægt…

lesa meira

ÞAÐ VAR EKKI HLUSTAÐ Á OKKUR

En það sem hafðist upp úr þessu var það að Böðvar var gerður að ráðgjafa hjá Samtökunum ['78] og var settur á laun. Þá vorum við búin að fá húsið niðri á Lindargötu og hann hafði þar símatíma og átti sem sagt að vinna að þessu í samráði við Landsnefnd…

lesa meira

FYRSTU FUNDIRNIR

Þegar ég tala um þetta þá er eins og ég sjái gay-liðið bara að skemmta sér. Eins og einhverju eilífu fylleríi. En tilfellið er náttúrulega að ef maður ætlar að vita hvað þetta gay-fólk er þá sést það náttúrulega ekki nema í sínum frítíma. Og það er helst á kvöldin…

lesa meira

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið…

lesa meira

FRAMANDLEGAR TILFINNINGAR

Sú tilhugsun um að það gætu aðrir haft svona tilfinningar líka, hún var bara ekki til. Þetta hlaut bara að vera eitthvað algerlega einstakt. Þetta var bara alveg eitthvað, eitthvað svona bull. Eitthvað ruglerí. Og ég held að það hafi alveg verið fram á tvítugsaldur sem manni fannst þetta vera…

lesa meira

HÚSFREYJAN HÉLT VIÐ VINNUKONUNA

Bara svona dæmi að þegar ég er fréttamaður hjá útvarpinu þá er enn þá sá tími að það mátti ekki segja hommi. Það varð að segja kynvillingur. Ég byrja í fréttamennsku ‘74 eftir að hafa lokið náminu við háskólann. En þegar þú minnist á þetta, að konur og allt það…

lesa meira

ÁSTFANGIN AF KONU

Þegar ég er komin í kennaraskólann þá töldu víst margir að ég ætti kærasta og þeir hafa kannski líka stundum haldið að við gætum gengið veginn saman. En alla jafna kom ég mér þá undan ef slíkt tal bar á góma að ég hefði ekki áhuga á að binda mig,…

lesa meira
Back To Top