skip to Main Content
105B7933
ÞORVALDUR KRISTINSSON

Þorvaldur Kristinsson er fæddur árið 1950. Hann nam íslensku og bókmenntafræði og síðar kynjafræði við Háskóla Íslands og á að baki áratuga feril sem bókmenntaritstjóri og rithöfundur. Eftir hann liggja nokkrar bækur auk fjölda greina og fyrirlestra um líf og baráttu samkynhneigðs fólks. Hann hóf þátttöku í mannréttindabaráttu homma og lesbía í Kaupmannahöfn árið 1980, starfaði í hópi þeirra sem fyrst mótuðu fræðslustarf í skólum borgarinnar, en gekk til liðs við Samtökin ʼ78 árið 1982 og var þrívegis formaður félagsins, 1986–1989, 1991–1993 og 2000–2005. Þá var hann í fyrstu framvarðarsveit Hinsegin daga í Reykjavík og forseti þeirra 2000–2012. Þorvaldur var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir framlag sitt til mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Hann býr í Reykjavík.

SÖGUBROT

ÞORVALDUR

Back To Top