Efri hæðin á Laugavegi 22 hefur verið notuð undir gay-skemmtistaði um árabil. Á einum tímapunkti, við upphaf tíunda áratugarins, var staðnum lokað sökum „ónógra eldvarna“, þrátt fyrir að þar hefði verið veitingastaður til fjölda ára. Lögreglan bar fyrir sig erlendri skýrslu þar sem því var haldið fram að hommar og lesbíur væru óstöðugri en annað fólk í tilfinningamálum og því líklegri til að kveikja í! Sjá hér.
Staðurinn var þó opnaður aftur og hefur gengið í gegnum fjölda andlitslyftinga og eigandaskipti. Í dag er þar aftur rekinn gay-skemmtistaður, en nú undir nafninu „Kíkí Queer Bar“.
MYNDBROT
VIÐTÖL
SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR
Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt…
ÖLL BRENNUVARGAR
Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur…
KEYRÐ UPP Í ÖSKJUHLÍÐ UM NÓTT
Ég var að koma af 22 og var á leiðinni heim og var hérna, þá stoppar löggan mig og bað…