skip to Main Content

UPPGÖTVUN

Ég uppgötvaði á einni nóttu að ég væri lesbía. Ég hafði átt við þann möguleikann á að ég væri eitthvað öðruvísi en ég kynntist ekki hugtakinu lesbía fyrr en ég var orðin tvítug og komin hingað til Reykjavíkur og þá var ég búin að móta mér ímynd: Ég var óhamingjusöm,…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

ORSÖK OG AFLEIÐING

  Það er auðvitað ekki löggjafanum að þakka að lesbíur og hommar eru til, eða við búum saman eða eignumst börn eða ættleiðum börn eða hvað við gerum. Lögin hafa alltaf komið sem staðfesting á raunveruleika sem við höfum skapað. Lesbíur bara fundu leið til að vera ófrískar og fólk…

lesa meira

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira

ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI

Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég kom úr felum í Kaupmannahöfn bárust fyrstu fréttir um svokallað „hommakrabbamein“ í Los Angeles og San Francisco,  síðar í New York og við töldum víst að þetta væru enn einar…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

JARÐARFÖR Á HVERJUM FÖSTUDEGI

Ég hef stundum hugsað það þannig að það er ekkert hægt að ætla sér að sætta sig við þetta eða átta sig á þessu, vinna úr þessu, lifa með þessu og allt þetta, það er voða fallegt og huggulegt. En þegar svona margir af vinum manns falla frá á stuttum…

lesa meira

HAFNAÐI ÖLLU HETERÓ

Það sem mér finnst merkilegt við þessa Kaupmannarhafnardvöl svona eftir á, er það hvað maður var eitthvern veginn rosalega innilokaður í þessu gay samfélagi [...] að maður var orðinn svo þyrstur eftir því að geta lifað í þessu samfélagi að þegar maður loksins kom til Kaupmannahafnar að þá bara lokaði…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira
Back To Top