skip to Main Content

TABÚ Í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI

Það er mjög sérstakt hér á landi. Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1971 og er öflugasta kvennahreyfingin hér á landi alveg þangað til Kvennalistinn er stofnaður. Þetta [að vera lesbía] var algert tabú í þeirri hreyfingu, öfugt við það sem gerðist í sambærilegum hreyfingum, bæði austan hafs eða í Evrópu og Bandaríkjunum.…

lesa meira

HVAÐ VAR HÆGT AÐ GERA?

Við Jóhanna áttum ofboðslega góðan vin úti í Kaupmannahöfn sem að hét Gústaf, kallaður Gústi, íslenskur strákur sem að flutti beint frá Höfn í Hornafirði til Kaupmannahafnar eins og menn gerðu nú oft sko því það var ekkert að sækja í Reykjavík 1982, alveg jafn gott að fara bara til…

lesa meira

ÞOLDI EKKI UMRÆÐUNA

Mér finnst hin pólitíska umræða líka mjög þröng. Hún snerist mjög mikið um áþreifanleg réttindi en miklu minna um þörf okkar til að mynda tengsl hvort við annað og hommar og lesbíur áttu í rauninni ósköp lítil samskipti nema eftir að sól var sest og þá gjarnan yfir glasi. Þetta…

lesa meira

ÚR FELUM Í KAUPMANNAHÖFN

Á þeim árum sem ég kom úr felum bjó ég í Kaupmannahöfn þar sem ég var við nám og ég ætlaði mér alla tíð aftur til Íslands því að mín menntun miðaðist við Ísland. Og svo mikið vissi ég eftir að hafa lifað sem hommi, sýnilegur opinber hommi meðal vina…

lesa meira

HAFNAÐI ÖLLU HETERÓ

Það sem mér finnst merkilegt við þessa Kaupmannarhafnardvöl svona eftir á, er það hvað maður var eitthvern veginn rosalega innilokaður í þessu gay samfélagi [...] að maður var orðinn svo þyrstur eftir því að geta lifað í þessu samfélagi að þegar maður loksins kom til Kaupmannahafnar að þá bara lokaði…

lesa meira

FLÓTTI TIL KAUPMANNAHAFNAR

Við fórum til Kaupmannahafnar í ársbyrjun 78. og það hefur nú verið pælt svolítið í þessu, hversvegna var þessi ógurlegi flótti og það eru náttúrulega persónulegar ástæður hjá hverjum og einum, raunverulega sem ráða þessu. Hjá okkur var þetta dálítið mikið það að Reynir var náttúrulega tíu árum yngri en…

lesa meira
Back To Top