skip to Main Content

DÝPRI GRÖF EN AÐ VERA KONA

Kvennabaráttan er mjög merkileg og hefur verið mjög merkileg fyrir samkynhneigða á Íslandi, á vissan hátt. Rauðsokkurnar og Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn tóku svolítið upp á arma sína baráttu samkynhneigðra af því að ég vil meina af því að þær urðu að gera það, af því að þær vildu ekki…

lesa meira

ÞÁ FER FÓLK AÐ SÝNA KLÆRNAR

Umburðarlyndið er alltaf þegar við höfum efni á því, þegar að við getum leyft okkur að vera umburðarlynd, af því að við lifum við þannig aðstæður. En þegar að eitthvað bjátar á, þegar baráttan verður harðari, þegar lífsbaráttan og aðstæðurnar verða grimmilegri, þá fer fólk að sýna klærnar. Fordómar eru…

lesa meira

BLINDUR Í HJÓLASTÓL AÐ SKEMMTA SÉR

Trixie var einn af þessum mönnum sem að ég leit mjög upp til og ég tala nú ekki um eftir að hann veiktist því að það sem að Trixie gerði eftir að hann veiktist var alveg ótrúlegt það var nú alltaf, hann var alltaf mjög sjálfstæður maður og fór sínar…

lesa meira

MENN ÞURFA AÐ VERJA SITT SVÆÐI

Ég treysti ekki á óbreytt ástand. Það er ekkert sem heitir óbreytt ástand það er bara heimurinn er breytilegur frá degi til dags og menn þurfa alltaf að verja sitt svæði því annars getur það verið horfið á morgun. En því meira sem fer í lög því erfiðara verður að…

lesa meira

STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR

Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst við kannski þarna uppi í Brautarholti eða á Lindargötu eða bara í partíum og já, já við skelltum okkur á þessi böll alveg hægri og vinstri. Svo náttúrulega voru líka…

lesa meira

ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA

Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég held bara að það sé bara ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta andrúmsloft var. Og að horfa upp á vini sína deyja og veslast upp úr svona hræðilegum sjúkdóm…

lesa meira

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

LESBÍA AFTUR ORÐIÐ SKAMMARYRÐI

Ég er nú búin að heita allskonar nöfnum þú veist, kynhverf og kynvillt og samkynhneigð og öll þessi orð sem er alltaf verið að búa til til að reyna að finna eitthvað settlegra einhvern veginn til að lýsa tilveru minni. En þessi orð  lesbía og hommi, við börðumst svo fyrir…

lesa meira
Back To Top