skip to Main Content

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú kemur upp þessi ótti og þessi hræðsla og þetta var allt að því áþreifanlegt. Og svo berast þessar fréttir frá jAmeríku að menn eru að veikjast af þessu og það eru aðallega hommar og þeir eru að deyja úr þessum sjúkdómi. Þannig að það fer í hönd erfíður og mikill tími í hvernig á að verjast þessu og hvernig á að finna út úr þessu og hvað er bara í gangi og svo náttúrulega smátt og smátt skýrist þetta að einhverju leyti og en þá rann svona tími upp, sko tími ásakana jafnvel. Hver var smitaður, hver vissi af því og voru allir að gæta þess að enginn væri að smita einhvern annan? Þannig að ég held að þetta hafi verið alveg voðalegur tími fyrir þessa stráka og svo var þetta þannig að Alnæmissamtökin eru stofnuð frekar snemma og ég man nú svo sem ekki ártalið sko, kannski ’85, ‘86 og þá var þetta svo mikil leynd sem var í kringum þetta að það var ekki gefið upp heimilisfangið þar sem Alnæmissamtökin voru til húsa. Menn fóru huldu höfði sem voru í jákvæða hópnum og það voru þeir sem voru HIV smitaðir og já maður var bara undir ströngu með það að ef maður vissi af einhverjum smituðum þá myndi maður náttúrulega að sjálfsögðu ekki tala um það því að það væri mál viðkomandi hvort hann vildi láta vita af því eða ekki. En þarna fór í gang sko ofboðslega mikil svona leynileg, já það var eiginlega, þetta var afturhvarf, það var aftur inn í feludæmið. Nú stóðu hommarnir frammi fyrir því að vera bæði að koma úr felum með samkynhneigð sína og kannski að vera með þennan sjúkdóm. Þetta voru hræðilegir tímar og ömurlegir og þjóðfélagið var á öðrum endanum í sambandi við þetta. Það urðu allir svo hræddir. Það kom upp svona fjöldahystería, væri manni óhætt að vera í sama strætó og hinir smituðu? Og gat maður farið í sund? Og alls konar svona sem að við myndum bara hlæja að í dag. Þannig að já þetta voru, ég held þetta hafi verið svo skrítnir tímar að ég held að það myndi enginn trúa því núna hvernig þetta lýsti sér.

Stór hópur vina minna smitaðist af þessum sjúkdómi og dó og maður varla vissi að viðkomandi væri smitaður af alnæmi að í næstu andrá heyrði maður það að hann hefði látist og þetta var svo stór hópur sem dó svo fljótt því við meigum ekki gleyma því að horfa bara á þetta frá deginum í dag en þá, þá voru engin lyf og lyfin komu ekki fyrr en svo löngu löngu seinna. Ég heyrði nú bara í útvarpinu að það hefði ekki verið fyrr en um ‘96 eða eitthvað svoleiðis að lyfin komu og voru farin að virka þannig að þetta var allt bara tilraunastarfsemi til að byrja með og það lifði það enginn af beinlínis.

Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að þessir einstaklingar upplifðu sig brennimerkta. Og þeir voru það. Og já það var allt gert til að reyna að leyna því að þú varst smitaður vegna þess að já þú varst bara, þér var bara kastað burt. Þetta voru bara, þetta voru hálfgerðar ofsóknir. Og í svona litlu samfélagi þar sem allt kvisast út þá er mjög erfitt að einhver frétti ekki eitthvað. Og meira að segja þegar, bara það öll þessi leynd sem að átti að ríkja innan heilbrigðiskerfisins að þú áttir að geta farið með blóðprufu í rannsókn og þú áttir að geta fengið að vita dulkóðað hvort þú værir jákvæður eða neikvæður að þetta var jafnvel að þarna brást líka heilbrigðiskerfíð. Það var í byrjun var ekki alveg að halda þessari nafnleynd og þetta voru fyrstu baráttumálin jafnvel, nafnleynd um blóðprufur og þú veist við hlæjum að þessu í dag að þetta hafi verið baráttumál.

Back To Top