skip to Main Content

STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR

Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst við kannski þarna uppi í Brautarholti eða á Lindargötu eða bara í partíum og já, já við skelltum okkur á þessi böll alveg hægri og vinstri. Svo náttúrulega voru líka barirnir í bænum, 22 og já og Rauða Myllan og þegar að hérna dragshowin komu, það var virkilega skemmtilegt. Þá voru það Páll Óskar og Maríus og Árni Glóbó. Þeir voru bara svona driffjöður í því að setja á laggirnar svona dragshow. Og Rauða Myllan var þarna í kjallaranum á Laugaveginum, svolítið stór og skemmtilegur staður og þarna var um hverja einustu helgi komu þeir allir fram og svo þar byrjuðu sko fegurðarsamkeppnirnar, þar byrjaði fegurðarsamkeppnin Ungfrú hitt og þetta og þetta var alveg hryllilega skemmtilegur tími. Ég skemmti mér mjög vel þarna. Þarna var þetta orðið svona ekki aðskilið heldur, ekki aðskilið svona gay heldur þetta var orðið svona straight friendly, þarna var allt í lagi þótt að straight fólk kæmi inn og skemmti sér það átti ekki í neinni hættu að verða stimplað eða eitthvað.

Hulda Waddell 2007

Back To Top