skip to Main Content

DAVÍÐ ODDSSON KIPPTI Í SPOTTA

Sko, segja það sem segja vill um Davíð Oddsson. Hann var ungur stjórnmálamaður, hann var ungur borgarstjóri, og seinna þingmaður og forsætisráðherra og allt það. Og ég held að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega íhaldsamur þegar kom að samkynhneigð, ég hef ekki hugmynd um afhverju. En þegar að AIDS…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI

Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf sýnt okkur velvilja. Hún átti vinkonu í næsta húsi við Samtökin ‘78 niðri á Lindargötu, mig minnir að hún hafi heitið Sigga, alla vega bjó hún í næsta húsi fyrir…

lesa meira

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

EINS OG VÍGVÖLLUR

Í viðbót við sko náttúrulega þetta að manna sig upp í og harka af sér að fara og tala um þessi málefni við frekar skilningsvana fólk innan heilbrigðiskerfisins, þá náttúrulega bara stóðum við á miðju átakasvæðinu; hommarnir og lesbíurnar. Þetta var auðvitað bara eins og vígvöllur. Það er ekkert hægt…

lesa meira

ÁBYRGÐINNI KOMIÐ Á SAMTÖKIN

Það var alltaf verið að ýta ábyrgðinni á Samtökin ‘78. Segja þið verðið bara að sjá um þetta, þetta er bara ykkar hópur. Þú veist - Samtökin með sína 75 meðlimi og sex manneskjur í stjórn sko gátu engan veginn borið ábyrgð á þessu sem að var risastórt heilbrigðisvandamál um…

lesa meira

UNGUR FORMAÐUR

[...] Ég var náttúrulega formaður og varaformaður og sat alltaf í stjórnum eða var einhverstaðar. Var til dæmis líka í fræðslunni, ég gleymdi nú að nefna hana líka áðan, að fara í skólana og fræða. Við byrjuðum nú fljótlega á því. [...] En ég var líka í því sko að…

lesa meira

AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR

 [...] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 - þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin lög, ekki neitt. Við erum algerlega varnarlaus og aftur er það náttúrulega AIDSið sem að, og öll þessi veikindi, sem að beinlínis kannski reka samfélagið í áttina til þess að…

lesa meira
Back To Top