skip to Main Content

DAVÍÐ ODDSSON KIPPTI Í SPOTTA

Sko, segja það sem segja vill um Davíð Oddsson. Hann var ungur stjórnmálamaður, hann var ungur borgarstjóri, og seinna þingmaður og forsætisráðherra og allt það. Og ég held að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega íhaldsamur þegar kom að samkynhneigð, ég hef ekki hugmynd um afhverju. En þegar að AIDS var komið í hámæli og staðan var orðin mjög slæm þá er alveg klárt að Davíð Oddsson kippti í einhverja spotta til að við [Samtökin ’78] gætum fengið þetta húsnæði á Lindargötu 49. Því það var ekki hægt að hafa bara símtæki, það þurfti líka skrifborð og þak yfir þetta símtæki til þess að svara öllum þessum spurningum sem að við í sjálfu sér áttum ekkert að vera að svara um AIDS. […] Það er bara með fyrstu styrkjunum ef ekki sá fyrsti, er styrkur, leigustyrkur fyrir þessu húsi frá Reykjavíkurborg. Og ég meina Davíð er borgarstjóri. Skýrsla um stöðu samkynhneigðra er pöntuð af forsætisráðuneytinu. Davíð er forsætisráðherra.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top