skip to Main Content

ÁBYRGÐINNI KOMIÐ Á SAMTÖKIN

Það var alltaf verið að ýta ábyrgðinni á Samtökin ‘78. Segja þið verðið bara að sjá um þetta, þetta er bara ykkar hópur. Þú veist – Samtökin með sína 75 meðlimi og sex manneskjur í stjórn sko gátu engan veginn borið ábyrgð á þessu sem að var risastórt heilbrigðisvandamál um allan heim. Og manni fannst þetta alveg sko forkastanlegt að þurfa að fara og sitja með, ég nenni ekki að nafngreina fólk, það þekkir sig alveg sjálft alveg örugglega á þessum lýsingum en, þú veist, úrvals fólk úr heilbrigðisráðuneytinu, úrvalsfólk úr heilbrigðiskerfinu og það hegðaði sér bara eins og kjánar. Það bara, eitthvað – þið getið fengið 50.000 kr. styrk og þið gerið þá eitthvert svona upplýsingaefni fyrir ykkar fólk. That’s it skilurðu. Og þetta var stærsta frústrasjónin í þessu opinbera starfi sem ég og við í stjórn og fronti Samtakanna vorum í.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top