skip to Main Content

HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI

Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann var erfiður vegna fordómanna og hræðslunnar og hann var erfiður vegna þess að maður þurfti að fela sorg sína. Og syrgja hann í hljóði. --- Stemningin í samfélaginu hún var…

lesa meira

STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR

Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst við kannski þarna uppi í Brautarholti eða á Lindargötu eða bara í partíum og já, já við skelltum okkur á þessi böll alveg hægri og vinstri. Svo náttúrulega voru líka…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú…

lesa meira

TILFINNINGATÆP EN EKKI TVÍTÓLA

Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar, merkileg stofnun ef þú þekkir hana ekki, á þeim tíma og það var ein stúlka í þessum skóla sem var verulega frábrugðin öðrum. Hún gekk niður frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og snjóboltarnir dundu frá nokkur hundruð nemendum sem öskruðu á eftir henni tvítóla. Það gekk…

lesa meira

VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN

Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum, með allskonar erindi sem, ég segi fyrir mig, var enginn maður til að leysa úr. Fólk sem var, já menn sem kannski voru í einhverjum kynskiptihugleiðingum sem að bara, ég…

lesa meira

NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR

Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök og kannski gekk það stundum dálítið langt, ég veit það ekki. Þetta átti að vera svo ofboðslega vammlaust, bara nánast eins og saumaklúbbur. Ekki rétt? Alla vega okkur var annt…

lesa meira

ENNÞÁ STÖDD Í GLÆPNUM

Ég gerði mér grein fyrir því þegar Guðrún Ögmundsdóttir boðaði breytingatillögu sína [um að bæta við kirkjubrúðkaupum] við hið stóra frumvarp ríkisstjórnarinnar [2005] að það myndi kosta átök. Þau urðu reyndar meiri og grimmari en ég bjóst við en þau skiptu mjög miklu máli tilfinningalega þessi átök því að þau…

lesa meira

FORDÓMAR ERU EÐLILEGT VIÐBRAGÐ

Það er vegna þess að mér finnst þetta vera svo fáránlega einfölduð söguskoðun og einfölduð mynd af veruleikanum, að setja þetta fyrir sig þannig að það sé einhver hópur af fólki sem þurfi að berjast gegn fordómum og svo vinna sigur á fordómunum. Þetta er alltof einföld hugsun um lífið…

lesa meira

ÖLLUM VAR HALDIÐ NIÐRI

Mér finnst stundum þegar verið er að tala um þessa hluti frá því áður fyrr, að þá er eins og fólk haldi að þetta hafi bara verið allt bara verið afskaplega huggulegt og notalegt nema það að það hafi verið fullt af vondu straight fólki sem hafi haldið gay-liðinu niðri.…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top