skip to Main Content

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI

Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og ákváðum að stofna okkar eigið félag og sækja um aðstöðu í kvennahúsinu Hótel Vík sem að var þá aðsetur fyrir Kvennaframboð, Kvennalistann og kvennasamtök og okkur fannst það bara mikilvægt…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

KONURNAR Í FORGRUNN

Já, það hefur náttúrulega verið staðfest í ýmsum frásögnum svona eldri kynslóðarinnar innan Samtakanna ['78] að það voru ekki margar stelpur til að byrja með. Og ‘87 þegar ég kem á vettvang að þá er þetta fyrsti fundurinn eða fyrsta skemmtunin sem ég fer á er á vegum Íslensk -…

lesa meira

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan.…

lesa meira

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira
Back To Top