skip to Main Content

FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR

Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í smá svona hvíld frá háskólanáminu og kom aftur til Reykjavíkur til að byrja nýtt og meira spennandi líf, sem sagt með það fyrir augum að koma út. Og þá eru…

lesa meira

ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA

Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi] var að þegar þetta var að koma upp, þá fór ég í alnæmispróf, bara með fyrstu mönnum, og talaði í framhaldi af því við Helga Valdimarsson prófessor í ónæmisfræðum. Hann var þá með þessi próf…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór…

lesa meira

BÓKSTAFSTRÚARHÓPAR

Ég hef löngum sagt að við urðum vinsælt skotmark um tíma fyrir bókstafstrúarmenn, það er að segja fyrir hatursfulla hópa sem vilja finna sér óvin, því það er svo erfitt að sameina fólk um jákvæða hluti en það er svo auðvelt að sameina fólk í æsing og hita gegn einhverju.…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan.…

lesa meira

ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR

Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði langmest áhrif á það að samviska þjóðanna, þar á meðal Íslands, vaknaði. Sá raunveruleiki að við vorum veik, menn voru deyjandi, fjölskyldur voru enn á dánarbeði einhvers hommans að halda…

lesa meira

ORSÖK OG AFLEIÐING

  Það er auðvitað ekki löggjafanum að þakka að lesbíur og hommar eru til, eða við búum saman eða eignumst börn eða ættleiðum börn eða hvað við gerum. Lögin hafa alltaf komið sem staðfesting á raunveruleika sem við höfum skapað. Lesbíur bara fundu leið til að vera ófrískar og fólk…

lesa meira

SNÝST EKKI UM KYNLÍF

[...] á einhvern hátt tókst okkur að fara frá því að fólk liti á réttindi samkynhneigðra sem eitthvert einkamál í svefnherberginu yfir í að skilja að mannréttindi væru brotin á okkur, þessi leið var mjög merkileg. Fyrsta ráðstefna sem ég fór á sem formaður Samtakanna ['78], það var mannréttindaráðstefna í…

lesa meira
Back To Top