skip to Main Content

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan. Það var ekkert mikil eftirspurn eftir okkur í pólitískum hræringum þess tíma. Það er nefnilega alveg ótrúlegt, ég kem úr felum ‘84, ég hafði verið svo ógnarvinsæl og eftirsótt og þar á meðal, eins og í pólitík og fleiru. […] eftirspurnin hún hrundi. Hún bara hrundi. Allt í einu varð ég bara ekki nothæf í nokkurn hlut. Stórmerkilegt. Ég skil alltaf Hörð Torfa svo vel. Af því að ég var búin að vera náttúrulega búin að vera áberandi í stéttapólitík, kvennapólitík og fleiru og í Allaböllunum, ég sat í fámennri framkvæmdastjórn flokksins og annað slíkt. Og þá var þetta svo merkilegt þetta að, að finna að allt í einu var bara eftirspurnin hrunin. Ég var náttúrulega bara áfram í boði til allra verka eins og ég hef ávallt verið en áhuginn minnkaði svona ógnarmikið. Þannig að ég í raun og veru, það var sjálfhætt. Og að því leytinu þá hefur alltaf þessi staðreynd að, að koma úr felum sem lesbía það í raun og veru mótaði starfsferilinn minn og, og æviferilinn.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 2017

 

Back To Top