skip to Main Content

LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN

Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað,  ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu…

lesa meira

FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR

Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í smá svona hvíld frá háskólanáminu og kom aftur til Reykjavíkur til að byrja nýtt og meira spennandi líf, sem sagt með það fyrir augum að koma út. Og þá eru…

lesa meira

ANNA FRÍK

Árið ‘93 gaf ég út þessa bók;  Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum ['78] sett fram á frekar öfgafullan hátt. Svona setningar sem ég hafði heyrt hér og þar í partýjum og upplifanir og húmor sem ég hafði heyrt í gegnum árin. Þetta var svona…

lesa meira

UM TRIXIE

Trixie [Guðmundur Sveinbjörnsson] var einn af þessum mönnum sem ég leit mjög upp til. Ég tala nú ekki um eftir að hann veiktist því að það sem Trixie gerði eftir að hann veiktist var alveg ótrúlegt. Það var nú alltaf ... hann var alltaf mjög sjálfstæður maður og fór sínar…

lesa meira

ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA

Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi] var að þegar þetta var að koma upp, þá fór ég í alnæmispróf, bara með fyrstu mönnum, og talaði í framhaldi af því við Helga Valdimarsson prófessor í ónæmisfræðum. Hann var þá með þessi próf…

lesa meira

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor…

lesa meira

PÓSTINUM VAR STOLIÐ

Ég lærði þá lexíu að það er þakkarvert að fá gluggapóst. Ég lenti nefnilega í því að fá ekkert í nær hálft ár. Ég fékk ekki bankarukkanir mínar, ég fékk ekki símareikningana mína, ég fékk engin persónuleg bréf, ég fékk ekkert af póstinum mínum frá Samtökunum ['78], tilkynningar um að…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór…

lesa meira

BÓKSTAFSTRÚARHÓPAR

Ég hef löngum sagt að við urðum vinsælt skotmark um tíma fyrir bókstafstrúarmenn, það er að segja fyrir hatursfulla hópa sem vilja finna sér óvin, því það er svo erfitt að sameina fólk um jákvæða hluti en það er svo auðvelt að sameina fólk í æsing og hita gegn einhverju.…

lesa meira
Back To Top