skip to Main Content

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona …þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor öðrum og ef einhver fékk flensu þá var bara; „nú er hann kominn með pláguna“ og þetta einhvern veginn – þessi tengsl á milli okkar í Samtökunum [’78], þau urðu ekki jafn traust og áður.

[…] Þeir sem voru smitaðir og veikir þeir upplifðu sig mjög utangarðs, líka í hommasamfélaginu. Vegna þess að hommasamfélagið líka til að byrja með hafnaði þeim. Og það var mjög erfitt fyrir þá sem smituðust að koma líka úr felum innan hommasamfélagsins sem smitaður. Þetta var dauðadómur á þessum árum og ég átti samtöl við smitaða stráka, þeir ræddu oft við mig og lýstu sinni vanlíðan og hvað þeim fyndist, hvað þeir upplifðu sig eina og langt út í buskanum frá öllu. Þannig að þetta var gífurlega erfitt fyrir þá að fara í gegnum þennan process. Það sem kom mér kannski mest á óvart var það var samt hvað þessir strákar voru sterkir þegar á reyndi. Hvað fólk hefur svona … mikið eitthvað auka í sér þegar eitthvað kemur upp á. Því þetta voru mjög ungir menn og það var svona… ég hefði ekki getað, finnst mér, tekið þessu á sama hátt og ég sá þá gera. Ég pældi oft í því hvað þeir voru hrikalega sterkir – hvernig þeir tóku þessum máli.

Back To Top