skip to Main Content

STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR

Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst við kannski þarna uppi í Brautarholti eða á Lindargötu eða bara í partíum og já, já við skelltum okkur á þessi böll alveg hægri og vinstri. Svo náttúrulega voru líka…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

EIN Í SAMTÖKUNUM

Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina lesban þarna. Ég var eina lesban. Það var engin önnur lesba sem var með í þessum samtökum nema ég. Og nokkrir strákar. Því miður. Það hefði nú verið gaman ef…

lesa meira

ÖLL BRENNUVARGAR

Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur í brunamálum til Íslands og hélt fyrirlestur á Brunamálastofnun. Fyrirlesarinn segir m.a. að pýrómanar, brennuvargar, séu oft kynferðislegir pervertar. Og það var greinilega samasemmerki, brennuvargar = sexuel pervertar = hommar…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR

Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt samkynhneigt fólk í sviðsljósið, beindi ákveðnu kastljósi að okkur. Það varð líka jákvætt á svo margan hátt að allt í einu fór fólk að hafa áhuga á lífi okkar og…

lesa meira

STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE

Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH leigði Iðnó og Kolbrún Halldórs leikstýrði og það var algert kikk. Hver einasta sýning var alger sprenging og hún ómar eins og sprenging í hausnum á mér enn þann dag…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira

FYRSTU SKREFIN

Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa kytru, niðurgrafna, galtóm, engin húsgöng þar. Félagið var alveg tækjalaust og það gekk ekki að leigja þetta lengi. Þannig að við urðum aftur húsnæðislaus og það var opið hús hérna…

lesa meira

SKEMMTANALÍFIÐ FYRIR 1978

Ég [Guðni Baldursson] var rétt orðinn kunnugur yfirborði skemmtanalífsins, en raunverulega ekkert voðalega mikið inni í sjálfu aðalhommalífinu í bænum. Það var nokkrum árum fyrir 1978 sem ég fór svona aðeins að stunda skemmtistaðina, það var Klúbburinn og aðallega Klúbburinn. Það var nú gaman að fara á þessa staði og…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top