skip to Main Content

EIN Í SAMTÖKUNUM

Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina lesban þarna. Ég var eina lesban. Það var engin önnur lesba sem var með í þessum samtökum nema ég. Og nokkrir strákar. Því miður. Það hefði nú verið gaman ef einhver önnur stelpa hefði verið þarna líka. En það var nú ekki. Ég var með hommunum stundum í Þjóðleikhúskjallaranum. Við skemmtum okkur konunglega.

Það var engin lesba sem ég hitti á Íslandi. Ekki einu sinni í Samtökunum. Og ég þráði bara vinkonu. Þráði eftir að halda vinkonu í mínum örmum. Ég dreymdi það meðan ég var í háskólanum og fór svo til Munchen strax um vorið og fyrsta sem ég gerði var að athuga hvar lesbubarirnir væru.

Ég hef bara aldrei vitað meiri breytingu á ævinni en á Íslandi. Það er bara að verða paradís fyrir homma og lesbur. Já, mér finnst þetta bara vera komið lengra en Danmörk. Ég er búin að búa hérna svo lengi. Mér finnst Íslendingar miklu opnari fyrir þessu en Danir eru. Danir eru miklu meiri bændur í sér en Íslendingar, en Reykjavíkurbúar alla vega. Það er nú gay pride ganga hérna í Danmörku líka. Ég hef nú aldrei náð því að ganga hana vegna þess að hún er á sumrin líka. Ég geng þá íslensku í staðinn og mér finnst stórkostlegt að vera með í henni. Meira get ég ekki sagt. Mikil breyting. Og keep on!

Karólína Sveinsdóttir, 2005.

Back To Top