skip to Main Content
Stella
STELLA HAUKSDÓTTIR

Stella Hauksdóttir (1953–2015) var upprunnin í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó lengi og starfaði sem verkakona. Hún lét snemma til sín taka í forystusveit verkalýðs þar í bæ, var um tíma formaður Verkakvennafélagsins Snótar og gat sér snemma orð fyrir lög sín og texta sem flestir kviknuðu í glímunni við eigin tilfinningar og reynslu. Stella var um þrítugt þegar hún kom fyrst á vettvang samkynhneigðra í Reykjavík og var í hópi þeirra sem stofnuðu félagið Íslensk-lesbíska, vinmörg og vinsæl, ein af þeim sem aldrei hikaði eða baðst afsökunar á ástum sínum eftir að fyrsta skrefið hafði verið stigið. Stella er grafin í Vestmannaeyjakirkjugarði.

Stella gaf út tvær plötur á ferli sínum sem tónlistarkona. Sú fyrri heitir einfaldlega Stella og kom út árið 1999 en sú síðari, Trúður í felum, árið 2013. Stella var fyrsta opinbera lesbían á Íslandi sem söng og samdi texta um ástir og líf lesbískra kvenna án þess þó að efnistök hennar enduðu þar.

SÖGUBROT

STELLA

Back To Top